Í bókinni Inni (2015) er gefið gott yfirlit um hönnun Rutar Káradóttur og birtur fjöldi mynda af ólíkum verkum sem Rut vann á árunum 1999-2015. Í texta bókarinnar rekur Rut hvernig hún nálgast verkefni sín, veitir innblástur og miðlar af langri reynslu.
Stærsti kafli bókarinnar er helgaður heildarinnlitum á heimili sem Rut hefur hannað. Þá eru sérkaflar um eldhús, baðherbergi, stofur og fyrirtæki. Í inngangi bókarinnar ræðir Rut um ýmsa þætti sem tengjast hennar hönnun, námið, starfið og áhugann.
Bókin er 224 blaðsíður, innbundin og í stóru broti. Ljósmyndir eru eftir Gunnar Sverrisson en bókin er hönnuð af Ragnhildi Ragnarsdóttur. Um textagerð sá Gerður Harðardóttur en Halla Helgadóttir ritaði formála. Ritstjóri bókarinnar er Kristinn Arnarson og útgefandi er Crymogea.
Bókin býðst nú með um 30% afslætti, eða á aðeins 7.990 kr. (1.300 kr. bætast við vegna sendinga utan höfuðborgarsvæðisins). Ef þú hefur áhuga á að eignast bókina geturðu sent tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og gefið upp nafn þitt, kennitölu og heimilisfang.